top of page

Opinn íbúafundur um atvinnulíf



Íbúalistinn býður íbúum í Ölfusi í samtal um atvinnumál á opnum fundi í Félagsheimili hestamanna kl. 15 sunnudaginn 3. apríl. Á fundinum horfum við til framtíðar og fáum þrjú erindi frá góðum gestum.




Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar sem ætlar að ræða um atvinnulíf og við spyrjum Þorgerði m.a. hvað aðild að Evrópusambandinu myndi gera fyrir atvinnulíf í Sveitarfélaginu Ölfusi.




Andrea Eyland og Þorleifur Kamban segja frá Kambey hlýjuhofi og andrými fyrir foreldra sem er í uppbyggingu á Kambastöðum í Ölfusi




Fulltrúi frá Landeldi kynnir fyrirætlanir varðandi stórfelldar uppbyggingu á landeldi í sátt við umhverfið


Eftir erindin verða opnar umræður. Heitt verður á könnunni og vöfflur í boði.


Öll hjartanlega velkomin.


Íbúalistinn á instagram

Íbúalistinn á facebook

12 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page