Stefnumál
Íbúalistinn vill auka lífsgæði eldri borgara, bæta kjör fjölskyldna og leggja grunn að fjölbreyttu atvinnulífi
Atvinnulíf
Sveitarfélagið er og hefur verið matvælahérað og við viljum halda áfram á þeirri braut. Það eru lífsgæði að geta starfað í heimabyggð og með fjölbreyttara atvinnulífi verða til fleiri tækifæri.
Menning og samfélag
Sveitarfélagið er að vaxa á miklum hraða líkt og önnur sveitarfélög í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægt er að það vaxi ekki aðeins heldur dafni líka. Nýtum menninguna betur til að byggja brýr á milli ólíkra hópa og búum til blómlegt samfélag.
Málefni eldra fólks
Það þarf að stórefla heimaþjónustu og heimahjúkrun í samstarfi við rétta aðila til þess að auka öryggi eldra fólks í sveitarfélaginu. Öryggi er grunnurinn að vellíðan.
Skóla- og æskulýðsmál
Sveitarfélagið er ört stækkandi og nauðsynlegt er að vera skrefinu á undan í uppbyggingu þegar kemur að innviðum og þjónustu fyrir börn og ungmenni.
Stjórnsýsla
Krafa okkar er að rekstur sveitarfélagsins sé yfir allan vafa hafinn. Gagnsæi og vönduð stjórnsýsla er grundvallaratriði lýðræðis.
Umhverfismál
Markmið ríkisstjórnar Íslands er að landið verði þekkt sem leiðandi á sviði sjálfbærni og þar viljum við að sveitarfélagið Ölfus sýni frumkvæði og verði ekki eftirbátur annarra sambærilegra sveitarfélaga.
Önnur mikilvæg velferðarmál
Ölfus er fjölbreytt og sístækkandi fjölmenningarsamfélag. Íbúar hafa ólíkar þarfir og við viljum að allir hafi jöfn tækifæri.