top of page

Arna Þórdís Árnadóttir

7. sæti

Ég heiti Arna Þórdís Árnadóttir, ég verð fertug í sumar, er hamingjusamlega gift og á 2 yndisleg börn, að verða 15 og 11 ára. Við fjölskyldan höfum búið í Þorlákshöfn núna í 2 ár og erum ofboðslega lukkuleg hér.


Ég er með BA gráðu í HHS (heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði) frá Háskólanum á Bifröst og MA í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands. Í dag starfa ég sem verkefnastjóri hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.


Ég hef alltaf haft áhuga á stjórnmálum. Ég brenn fyrir réttindum kvenna, barna og fyrir réttindum jaðarhópa. Ég hef mikinn áhuga á velferðarmálum frá A-Ö og hef þá sýn að það sé hlutverk samfélagsins að sjá til þess að allir hafi það gott, ekki bara þeir ríkustu.


Ég hef mikinn áhuga á samfélagsþátttöku og hef lagt mig fram um að vera þátttakandi í félagsstarfi í kringum mig. Ég hef verið virk í foreldrasamstarfi bæði innan skóla og íþróttastarfs barnanna minna, sit núna í stjórn starfsmannafélags míns vinnustaðar og hef verið fengin í ýmis trúnaðarstörf hér og þar.


Ég vil taka þátt í uppbyggingu í Ölfusi og á sama tíma vernda hagsmuni íbúanna sem búa hér. Þorlákshöfn hefur upp á ýmis tækifæri að bjóða og ég vona að við grípum þau tækifæri sem koma byggðarlaginu til góða en á sama tíma er nauðsynlegt að vera vakandi fyrir því að valda ekki skaða til lengri tíma litið.


Ég trúi því að Íbúalistinn geti gert frábæra hluti fyrir okkar samfélag og ég vil taka þátt í þeim.Arna Þórdís Árnadóttir
bottom of page