top of page

Stjórnsýsla

Krafa okkar er að rekstur sveitarfélagsins sé yfir allan vafa hafinn. Gagnsæi og vönduð stjórnsýsla er grundvallaratriði lýðræðis.

Íbúalistinn vill:

Skilyrðislaust gagnsæi í öllum vinnubrögðum með tilliti til persónuverndar- og stjórnsýslulaga

Ráða mannauðsstjóra til að styðja við stofnanir og mannauð í sveitarfélaginu

Alla bæjarstjórnarfundi í lifandi streymi

Lýðræðisvæða sveitarfélagið með virku samtali við íbúa eftir ýmsum leiðum, svo sem með opnum samráðshópum, skoðanakönnunum og íbúafundum

Stafrænar lausnir í umsóknarferlum innan stjórnsýslunnar

Hverfaráð í dreifbýli og þéttbýli og gefa íbúum kost á að koma með tillögur og kjósa um verkefni í nærumhverfi sínu

Að bæjarstjórn vinni sem heild að málefnum sveitarfélagsins

Efla samstarf við nágrannasveitarfélög og taka virkan þátt í byggðasamlögum
bottom of page