top of page
Skóla- og æskulýðsmál
Sveitarfélagið er ört stækkandi og nauðsynlegt er að vera skrefinu á undan í uppbyggingu þegar kemur að innviðum og þjónustu fyrir börn og ungmenni.
Íbúalistinn vill:
Efla sérfræðiþjónustu eins og talmeina- og sálfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla
Styðja vel við framþróun og faglegt starf leik- og grunnskóla
Undirbúa næsta áfanga í stækkun Grunnskólans í Þorlákshöfn
Flýta byggingu nýs leikskóla eins og kostur er og tileinka eina deild börnum frá 12 mánaða aldri
Gera átak í að kynna frístundastyrk fyrir öllum íbúum, með sérstaka áherslu á fjölskyldur með erlendan bakgrunn
Styðja vel við íþróttafélög í sveitarfélaginu hér eftir sem hingað til
Innleiða af krafti Barnvænt sveitarfélag UNICEF
Gera samning við samtökin 78 um markvissa fræðslu til barna, ungmenna, starfsfólks og stjórnenda sveitarfélagsins
Að leikskóli sé gjaldfrjáls eins og grunnskólastigið. Við munum beita okkur fyrir því innan samtaka sveitarfélaga í viðræðum við ríkisvaldið
bottom of page