top of page

Guðmundur Oddgeirsson

10. sæti

Ég, Guðmundur Oddgeirsson, húsasmíðameistari að mennt, er 65 ára elstur af 6 systkinum, uppalinn í smáíbúðahverfinu í Reykjavík og var í þrjú sumur á unglingsárunum í sveit á Hámundarstöðum ll á Vopnafirði.


Ég er giftur Jóhönnu Þórunni Harðardóttur frá Nykhóli í Mýrdal. Við eigum fimm börn, Hlyn vinnuvélasnilling, Ingibjörgu Ósk leikskólakennara, Doktor Oddgeir iðnaðarverkfræðing, Hörð tölvunarfræðing og Vilhjálm iðnaðarverkfræðing. Barnabörnin eru 12, þar af einn engill.

Við fjölskyldan fluttum frá Reykjavík til Þorlákshafnar sumarið 2000.


Foreldrar mínir, (sem fluttu einnig til Þorlákshafnar en ári seinna þ.e. 2001), eru Oddgeir Steinþórsson, húsasmíðameistari (d. 2011), frá Ólafsvík og Ingibjörg Sólrún Guðmundsdóttir frá Látrum í Aðlavík á Hornströndum, hún starfaði við heimilshjálp hjá Reykjavíkuborg eða þar til þau fluttu þaðan.


Hef alltaf verið mikið í félagsstörfum og sjálfboðavinnum. Var á árunum 1974 til 1995 í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík, almennur félagi, stjórnarmaður og svo formaður. Lengst af sem ökumaður snjóbíls Flugbjörgunarsveitarinnar og tók þátt í mörgum leitum og björgunum á þessum árum. Er annar af tveimur félögum í Lionsklúbbi Þorlákshafnar.


Varðandi sveitarstjórnarmál þá kom ég fyrst að þeim með Samfylkingarfélaginu í Ölfusi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar fyrir 16 árum og er að ljúka mínu áttunda ári sem bæjarfulltrúi. Hef setið í fræðslu- og leikskólanefnd, í skipulags-, bygginga- og umhverfisnefnd og bæjarráði. Til viðbótar eru mörg nefndarstörf á samstarfsvettvangi sveitarfélaga. Á þessu kjörtímabili sem er að ljúka er ég bæjarfulltrúi fyrir O-listann og er í skipulags- og umhverfisnefnd.


Ég legg áherslu á að gætt sé að því allir hafi jafnan rétt á því sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða, að hagsmunir heildarinnar séu fremri en hagsmunir einstaklinga eða einstakra fyrirtækja. Velferðarmál og málefni eldri borgara eru mér kær.


Forsenda fyrir eflingu Ölfuss eru atvinnumálin, þar vil ég eins og margir sækja fram og á sama tíma styðja við það sem þegar er komið af stað. Jafnframt vill ég standa vörð um að valin séu atvinnutækifæri sem séu í sátt íbúa og stefnan sé sett á matvælatengda starfssemi sem hafi umhverfisvernd að leiðarljósi. Frábið mér mengandi og sóðalegan iðnað. Höfum í huga að næsti „bær“ við Þorlákshöfn er Evrópa sem gerir höfnina að mikilvægri inn- og útflugningsgátt.


Mikið er sótt að náttúru sveitarfélagsins sem er rík en ekki ótæmandi og í því sambandi á ekki að leyfa hvað sem er.


Í dag starfa ég sem öryggis- og vinnuverndarfulltrúi hjá einum af stærsta matvælabirgja landsins. Er í stjórn Vörustjórnunarfélags Íslands, www.logistics.is , sem er áhugamannafélag sérfræðinga úr atvinnulífinu og háskólasamfélaginu um allt sem viðkemur vöruflæði og vöruflutningum í mörgum skilningi.


Hef haldið margskonar erindi á ráðstefnum á vegum samtaka atvinnulífsins og hjá Vinnueftirliti Ríkisins m.a. um öryggismál á vinnustöðum, um jafnlauna-, áreitis-/áreitnis- og eineltismál og erindið „Að skilja íslensku rýfur einangrun“ sem er um mikilvægi þess að fólk af erlendum uppruna læri íslensku m.a. til þess að geta gætt að réttindum sínum og stutt við börnin sín í gegnum skólaárin.

Guðmundur Oddgeirsson
bottom of page