Guðlaug Arna Hannesdóttir
9. sæti
Ég heiti Guðlaug Arna Hannesdóttir og er 27 ára. Ég er fædd og uppalin í Þorlákshöfn. Flutti í nokkur ár til Reykjavíkur í Háskólanám, en það kom aldrei annað til greina en að flytja aftur heim í höfnina. Ég er í sambúð með Þorkeli Þráinssyni og saman eigum við 3 ára strák, hann Ingva Þór.
Fjölskyldan mín er rótgróin í Þorlákshöfn en Amma mín og Afi þau Ingibjörg G. Guðmundsdóttir (Didda) (1933-2017) og Davíð Friðriksson (1917-1973) voru með þeim fyrstu sem fluttu til Þorlákshafnar þegar byggð var að hefjast.
Ég er geislafræðingur að mennt og vinn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, og hef mikinn áhuga á íþróttum- og æskulýðsmálum. Nú finn ég að áhugi minn á málefnum bæjarins hefur aukist, þess vegna ákvað ég að taka slaginn og taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu á bænum okkar.
Eftir að ég átti strákinn minn finn ég hversu miklu máli það skiptir að börnin okkar í Ölfusi fái að stunda íþróttir og að öllum bjóðist sama tækifæri. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum og mun gera mitt allra besta fyrir okkur hér í Ölfusi.
Guðlaug Arna Hannesdóttir.