top of page

Elín Björg Jónsdóttir

14. sæti

Elín Björg Jónsdóttir heiti ég og er 69 ára gömul. Ég ólst upp á Læk í Ölfusi og er elst fjögurra systkina. Ég bý í Þorlákshöfn og hef gert það frá 1978, en áður bjuggum við Davíð Davíðsson og synir okkar 2, í blokkaríbúð í Breiðholtinu. þegar íbúðin og svalargólfið var orðið of

lítill leikvöllur fyrir börnin okkar ákváðum við að flytja til Þorlákshafnar, til að gefa börnunum okkar meira frelsi. Þessi ákvörðun var ein sú besta sem við höfum tekið ( af mörgum góðum) Davíð Davíðsson lést árið 2020 og er hans sárt saknað.


Eins og fram hefur komið eigum við 2 syni en við eigum líka 2 tengdadætur og 4 dásamleg barnabörn 😊


Ég stundaði nám á verslunarbraut við Lýðháskóla í Danmörku og lauk diplómaprófi í leiðtogaþjálfun og verkefnastjórnun frá Endurmenntun Háskóla Íslands.


Fyrstu árin á vinnumarkaði vann ég í Meitlinum og Glettingi. Síðan var ég 15 ár á skrifstofu Ölfushrepps ( eins og sveitarfélagð okkar hét þá), þá var ég kosin formaður FOSS ( Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi) og var þar líka í 15 ár. Árið 2009 var ég kosin formaður BSRB og var það til 2018 þegar ég lét af embætti og fór formlega af vinnumarkaði.


Í dag er ég formaður Jafnréttissjóðs Íslands, sinni sjálfboðaliða starfi hjá Sigurhæðum ( sem er miðstöð fyrir konur á Suðurlandi sem hafa orðið fyrir ofbeldi) og síðast en ekki síst þá er ég amma sem er það besta sem hægt er að hugsa sér

Elín Björg Jónsdóttir
bottom of page