top of page

Berglind Friðriksdóttir

3. sæti

Ég heiti Berglind Friðriksdóttir og er 33 ára sálfræðingur. Ég er gift Alfreð Elíasi Jóhannssyni knattspyrnuþjálfara. Saman búum við í Þorlákshöfn ásamt tveimur dætrum okkar, 3 og 7 ára en auk þess á ég 19 ára stjúpdóttur búsetta í Grindavík.


Ég er fædd og uppalin í Reykjavík þar sem ég hef búið stærstan hluta ævinnar. Við hjónin fluttum hingað í Þorlákshöfn 2014 og þekktum fáa. Tilhögunin var hugsuð tímabundin í fyrstu en það átti eftir að breytast fljótt. Við upplifðum okkur á stuttum tíma hluta af öflugu og góðu samfélagi og sáum að hér gæti okkur liðið vel. Við festum því hér rætur.


Í dag starfa ég sem sálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem ég sinni sálfræðimeðferð fyrir börn og fullorðna. Þar áður vann ég hjá Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings við greiningar og ráðgjöf vegna nemenda á leik- og grunnskólaaldri, kom að ýmiss konar teymisvinnu og hélt fræðsluerindi fyrir foreldra, nemendur og starfsfólk leik- og grunnskóla. Ég er formaður foreldraráðs leikskólans og hef í vetur átt sæti sem áheyrnarfulltrúi í fjölskyldu- og fræðslunefnd.


Ég hef einlægan áhuga á málefnum sveitarfélagsins og vill leggja mitt af mörkum við þau verkefni sem framundan eru. Það er af þeirri einföldu ástæðu sem ég býð mig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Berglind Friðriksdóttir
bottom of page