top of page

Agnes Erna Estherardóttir

11. sæti

Ég starfa hjá bókhalds og viðburðafyritækinu lalala ehf við bókhald og önnur störf. Ég hef starfað við bókhald í 21 ár. Þess utan lauk ég námi í ryþmískum söng frá tónlistarskóla FÍH árið 2014 en nú er ég í námi í húsasmíði.


Undanfarin ár hef ég verið í stjórn Vatnsveitufélags Hjallasóknar. Árið 2018 var ég varamaður í stjórn VR. Á þeim tíma sat ég í Kjaramálanefnd og Starfsmenntanefnd hjá VR ásamt því að sitja í Mennta- og kynningarnefnd hjá ASÍ fyrir hönd VR.


Jafnvægi milli iðnaðar og náttúru er eitt stærsta mál nútímans og mjög mikilvægt í okkar sveitarfélagi að halda fast um stýrið þegar byggð þéttist, að skipulag sé gott og hliðholt náttúrunni og lífsgæðum fólksins sem hér býr.


Misskipting gæða er stækkandi vandamál í okkar samfélagi. Finna þarf leiðir til að sem flestir komist að borðinu í ákvörðunartöku og skiptingu gæða og að samfélagið sé burðugt til að grípa þá sem aðstoð þurfa í sínu lífi. Sveitarfélagið þarf að gera ráð fyrir allskonar fólki og þörfum þess.

Agnes Erna Estherardóttir
bottom of page