top of page

Menning og samfélag

Sveitarfélagið er að vaxa á miklum hraða líkt og önnur sveitarfélög í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægt er að það vaxi ekki aðeins heldur dafni líka. Nýtum menninguna betur til að byggja brýr á milli ólíkra hópa og búum til blómlegt samfélag.

Íbúalistinn vill:

Efla starfsemi Bókasafns Ölfuss og gera það ásamt Versölum að menningar- og félagsmiðstöð

Versalir verði lánaðir án endurgjalds fyrir menningarviðburði félagasamtaka í sveitarfélaginu

Sveitarfélagið standi fyrir reglulegum fjölmenningarviðburðum

Endurráða menningarfulltrúa sem einnig fær hlutverk móttökufulltrúa sem nýtist sem ráðgjafi fyrir einstaklinga sem vilja flytja í sveitarfélagið

Styðja vel við menningarfélög í sveitarfélaginu

Skipuleggja nýjan miðbæ í samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðila
bottom of page