top of page

Atvinnulíf

Sveitarfélagið er og hefur verið matvælahérað og við viljum halda áfram á þeirri braut. Það eru lífsgæði að geta starfað í heimabyggð og með fjölbreyttara atvinnulífi verða til fleiri tækifæri.

Íbúalistinn vill:

Auka við sókn í atvinnuuppbyggingu með meiri áherslu á breidd í atvinnutækifærum

Að atvinnuuppbygging sé í sátt við umhverfi og lífsgæði íbúa

Markaðsátak til að sækja samfélagslega ábyrg fyrirtæki til að hefja rekstur í sveitarfélaginu

Skipuleggja græna iðngarða

Styðja við nýsköpun

Byggja upp ímynd sveitarfélagsins fyrir ferðamennsku til framtíðar

Klára að leggja ljósleiðara að öllum lögbýlum í sveitarfélaginu

Þrýsta á ríkisvald að vegir í sveitarfélaginu verði byggðir upp með öryggi og framtíðaruppbyggingu að leiðarljósi

Hraða uppbyggingu vatnsveitna í dreifbýli enda eru þær víða í ólagi.

bottom of page