top of page
Önnur mikilvæg velferðarmál
Ölfus er fjölbreytt og sístækkandi fjölmenningarsamfélag. Íbúar hafa ólíkar þarfir og við viljum að allir hafi jöfn tækifæri.
Íbúalistinn vill:
Gera það mögulegt fyrir fatlaða íbúa í sveitarfélaginu að lifa sjálfstæðu lífi á eigin forsendum, eins og þeir eiga rétt á
Að öryrkjar og ellilífeyrisþegar fái endurgjaldslaus afnot af íþróttamannvirkjum
Fara í átak í samvinnu við stofnanir sveitarfélagsins og fyrirtæki á svæðinu í að útfæra störf fyrir fólk með skerta starfsgetu
Fá yfirsýn yfir þörf fyrir félagsleg úrræði í samvinnu við notendur í sveitarfélaginu og leita leiða til að bregðast við því sem þörf er á
bottom of page