top of page

Velferð í Ölfusi



Öll viljum við hafa það gott. Við leggjum hart að okkur til að eiga í okkur og á og sjá til þess að börnunum okkar skorti ekki neitt. En flest lifum við þannig að við erum bara einu áfalli frá því að eiga ekki neitt.


Það geta allir lent í þeim aðstæðum að lenda undir fátæktarmörkum. Fyrir marga þarf ekki annað en að heilsan bresti og ráðstöfunartekjur dragist saman svo þær dugi ekki fyrir skuldbindingum. Aðrir eru að reyna að mennta sig á sama tíma og þau eru að eignast börn og oft þröngt í búi á meðan. Fyrir suma er þetta tímabundið ástand en aðrir lenda í fátæktargildru sem erfitt er að komast upp úr. Sumir fæðast inn í fátæktargildruna.


Það er mikilvægt að við sem samfélag veltum því fyrir okkur hvernig við getum gripið fólk. Hvað getum við sem samfélag gert til að öll börn öðlist tækifæri til tómstundaiðkunar og náms? Getum við boðið upp á tækifæri fyrir þau sem minna eiga á milli handanna?

Hvað með tækifæri fyrir þau sem eru á örorku, ellilífeyri og/eða með skerta starfsgetu? Hvað er vel gert og hvað getur sveitarfélagið Ölfus gert betur en nú þegar er gert?


Opinn fundur um velferð okkar allra

Við á Íbúalistanum teljum það bráðnauðsynlegt að spyrja þessara spurninga. Við viljum heyra í ykkur kæru íbúar sem þekkið þessa málaflokka af eigin raun, hlusta og leita leiða til að gera betur.


Við höfum fengið til liðs við okkur Sönnu Magdalenu Mörtudóttir sem ætlar að vera með okkur á opnum málefnafundi, sunnudaginn kemur, 10. apríl klukkan 15. Við vonumst eftir lifandi umræðum og að allir sem láta sér þessi málefni varða mæti, fái sér vöfflukaffi og eigi góða dagstund með okkur í Félagsheimili hestamanna í Þorlákshöfn.


Ása Berglind Hjálmarsdóttir 1. sæti

Arna Þórdís Árnadóttir 7. sæti


Google translate


Opieka społeczna w Ölfus


Wszyscy chcemy się dobrze bawić. Ciężko pracujemy, aby nasze dzieci były bezpieczne. Ale większość z nas żyje tak, że dzieli nas tylko jeden szok od nie posiadania niczego.


Każdy może wpaść w pułapkę zejścia poniżej granicy ubóstwa. Dla wielu wszystko, co jest potrzebne, to upadek zdrowia i spadek dochodów do dyspozycji, tak że nie wystarczają na zobowiązania. Inni próbują się kształcić w tym samym czasie, w którym mają dzieci, a w międzyczasie często są ciasni. Dla niektórych jest to sytuacja przejściowa, podczas gdy inni znajdują się w trudnej do przezwyciężenia pułapce ubóstwa. Niektórzy rodzą się w pułapce ubóstwa.


Ważne jest, abyśmy jako społeczeństwo zastanowili się, w jaki sposób możemy złapać ludzi. Co my jako społeczeństwo możemy zrobić, aby dać wszystkim dzieciom możliwość spędzania wolnego czasu i nauki? Czy możemy zaoferować możliwości mniej szczęśliwym?

A co z szansami dla osób na emeryturze, emeryturze i/lub ograniczonej zdolności do pracy? Co robi się dobrze i co gmina Ölfus może zrobić lepiej niż to, co już zostało zrobione?


My z listy mieszkańców uważamy, że zadawanie tych pytań jest niezbędne. Chcemy usłyszeć od Was drodzy mieszkańcy, którzy znają te zagadnienia z pierwszej ręki, słuchać i szukać sposobów na lepsze.


Dołączyła do nas Sanna Magdalena Mörtudóttir, która będzie z nami na spotkaniu problemowym, w następną niedzielę, 10 kwietnia o godzinie 15. dzień z nami w Félagsheimil hestamanna w Þorlákshöfn

89 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page