Nú er komið að því að fá Oddnýju G. Harðardóttur til okkar í samtal. Við ætlum að horfa til ársins 2032 og sjá fyrir okkur framþróun á Suðurlandi. Hvar liggja tækifærin?
Komið og takið þátt í samtalinu við þingmann okkar Sunnlendinga.
Kaffi og kruðerí í boði og að sjálfsögðu eru frambjóðendur á staðnum og meira en tilbúnir til að ræða stefnumál Íbúalistans að fundi loknum.
Þið eruð öll hjartanlega velkomin til okkar í félagsheimili hestamanna í Þorlákshöfn!
Viðburðurinn er liður í fundaröð Íbúalistans. Nú þegar höfum við tekið á móti Þorgerði Katrínu þingkonu Viðreisnar og Sönnu Magdalenu, borgarfulltrúa Sósíalista í Reykjavík.
Á næstunni auglýsum við fund með Daníel E. Arnarsyni, varaþingmanni Vinstri grænna og fyrrum Þorlákshafnarbúa.
Comments